Wednesday, October 17, 2007

Airwaves

Sjitt félagi hvað ég er spennt fyrir
airwaves. Ég ætla að vera hæ hó
hamingjusöm allan tímann.
Ég vorkenni fólki sem gleymdi að kaupa miða
alveg pínu. Ég er glöð að eiga mömmu
sem sér um mig.


Ég ætla allavega að fara að sjá:

Miðvikudagur:
Svana í skífunni klukkan hálf átta.
Klappliðið mætir á staðinn og styður
stelpuna sína.
Svo held ég að ég hangi bara á gauknum
með:
O.N.E.
Original Melody
Sesari A (gamli dagar kommon!)
Audio improvement
Poetrix (réttur tími til að fara á klóssettið
og fá sér jafnvel bjór á barnum)
XXX Rottweiler

Fimmtudagur
Er alveg einstaklega óspennandi fyrir utan
það að ég ætla að fara á Jenny Wilson sem
ég missti því miður af síðast. klukkan
21:00 í listasafninu. Ég er alveg geðveikt
opin fyrir hugmyndum á fimmtudaginn.

Föstudagur
Trentemöller 21:30 Listasafn
Forgotten Lores 23:15 Iðnó
Buck 65 00:00 Iðnó
Svo eftir Buck 65 grunar mig
að það verði fjör á Nasa
En þar eru Hairdoctor og fleiri.

Laugardagur
Fokk.. Leiðinlegt að þurfa að gera
uppá milli Chromeo og Bloc Party
En ég ætla mögulega að meta stöðuna
á því að fara á bæði.
Bertel! 20:00 Gauksi
Kenya (hljómsveitin hennar Svönu) 21:15 Lídó
Opið plan
00:00 Bloc Party
00:30 Mögulega Chromeo
01:00 FM Belfast


Jájá, mitt plan þú mátt endilega
koma með þitt.



P.s. vá Linda.. Er eitt ár síðan?

Ég er líka að vinna heima (á prikinu) frá
2-7 laugardag og sunnudag, ef ykkur langar
að versla ykkur þynnkuborgara og bjór, hlusta
á tónlist og rabba.

SJÁUMST Á EIRVEIVS.

Monday, October 15, 2007

Nosti

Er mín kynslóð að verða gömul ha?
Hver er mín kynslóð, er klisja að
segja að ég geti ekki tengt mig
nægilega vel við flesta jafnaldra?

Mér líður á annarri kynslóð allavega
og mér finnst ég frekar gömul.
Samt þegar ég hugsa mikið þá er ég
alltof ung. 18 ár búin, 8 staðir
búnir. 14 hús búin, 68 vinir búnir
fótbolti búinn, 3 hestar búnir,
pælingar um félagsfræði löngu búnar
og ég er með
króníska nostalgíu og brjálaða
þörf fyrir upprifjun.

Hvað gleymist og verður búið næst?











Æi bara nokkrar myndir sem segja
milljón orð, kannski ekki fyrir
ykkur allavega fyrir mig og hina.
Hina sem eiga aldrei eftir að lesa
þetta blogg.

Já, ég er með emó nostalgíu
bless.